Náttfatapartý hjá Barbie

Barbie býður vinkonum sínum oft í náttfatapartý þar sem þær hittast og slúðra um stráka, skólann og nýjustu tísku. Barbie elskar náttfatapartýin sín því það er ekkert skemmtilegra en að vera í kringum bestu vinkonur sínar. Þær koma allar með uppháldsnáttfötin sín og sofa svo vítt og breitt um allt húsið sem að Barbie býr í. Sumar taka meira að segja með sér bangsa.  Um morguninn borða þær svo saman girnilegan og hollan morgunmat áður en þær enda helgina í verslunarferð þar sem þær fara yfirlitt í Kringluna eða Smáralind og kíkja í tískubúðirnar.  Stundum fara þær svo saman í bíó í framhaldi af því og fá sér popp og kók og hlæja og skemmta sér vel saman.

Hvað finnst þér um leikinn?

Svipaðir leikir