Kapallinn Elding

Elding er frábær kapall í Uno stíl þar sem spilið gengur út á að losna við öll spilin áður en tölvan gerir það. Þú keppir við tölvuna og dregur eitt spil í hvert skipti frá þinni hendi neðst á skjánum og færir í einn af fjórum stokkum á miðju skjásins. Þetta er mjög líkt spilinu Kleppari en aðeins öðruvísi og flóknari framsetning með viðbótum úr spilinu Uno. Flottur leikur í öflugu leikjaneti á snilld.is.
 
Ef örin undir einum af stokkunum í miðjunni bendir upp þá áttu að setja næsta spil fyrir ofan á þann stokk. Ef örin undir stokknum bendir niður þá seturðu spil næst fyrir neðan í þann stokk. Á uppleið þá er 13 hæsta spil og næst er þá settur 1. Ef verið er að fara niður á við þá er neðsta spil 1 og þá er næsta spil 13.
 
Það eru þrenns konar sérstök spil:
Wild Cards: Hægt að setja hvar sem er og hvaða spil sem er getur farið ofan á þau.
 
Red Cards: Með örvum sem láta röðina snúa við.
 
Lightning Cards: Gefa þér bóuns ef þú setur það ofan á annað eldingar spil.
 
Ef tölvan getur ekkert gert þá breytist gjafastokkurinn í "Flip It" og þá er hægt að ýta á stokkinn og fá út ný spil.

Hvað finnst þér um leikinn?

Svipaðir leikir