Billiards

🎱 Billiard – 8-ball & Straight Pool

🎯 Markmið

Veldu leikham og sigra með réttum reglum. Miðaðu með keilunni, stilltu kraft og sökktu réttum kúlum áður en andstæðingurinn nær því.

📜 Leikreglur & Spilun

Almenn stjórnun
  • Miðaðu með mús/snertingu. Dragðu til að stilla kraft og slepptu til að skjóta.
  • 1–2 leikmenn: gegn tölvu eða vin í staðbundnum leik.
Ballskák — Helstu reglur
  • 15 kúlur + hvít kúlu. Annar fær heillitaðar kúlur (1–7) og hinn fær tvílitaðar kúlur (9–15).
  • Eftir uppskiptingu er borðið “opið” þar til fyrsta kúla fer ofan í; sú kúlu ákvarðar þinn hóp.
  • skjóta þarf öllum kúlunum(sem tilheyra þér, heillitaðar eða tvílitaðar) ofan í og svo 8 í lokin til að vinna.
  • Tap: Ef þú skýtur áttunni ofan í áður en þú hefur hreinsað þínar kúlur af borðinu, þá taparðu.
Billiard Leikur — Helstu reglur
  • 15 kúlur + hvít; engir hópar. Má skjóta á hvaða kúlu sem er.
  • Eitt stig fyrir hverja kúlu sem skotið er ofan í. Fyrstur að klára (t.d. 8 stig) vinnur.

💡 Ráðleggingar

  • Staðsetning: reyndu að skilja hvíta kúlu eftir í góðu horni fyrir næsta skot.
  • Kraftstýring: stutt hnitmiðu skot skila árangri, mikill kraftur er fyrir uppskiptingu og björgun á erfiðri stöðu.
  • Öryggisskot: ef ekkert gott tækifæri er til staðar, spilaðu þá varfærnislega og ekki stilla upp góðu skoti fyrir andstæðinginn.

🎉 Af hverju að spila Billard Leik á Snilld?

  • Tvær klassískar reglur í einum leik: 8-ball og Straight Pool.
  • Hægt að spila 1 eða 2. Taktu æfingu eða skoraðu á vin að keppa vi þig.
  • Skemmtilegur Billiard leikur í stuttum lotum fyrir börn og fullorðna.