Jatsí

Jatsí er frábært fjölskylduspil og hér er hægt að spila það í tölvunni. Það þekkja allir reglurnar í Jatsí. Flott æfing fyrir heilann og skorkortið fylgir með í leiknum. Haltu þér í fantagóðu Jatsí formi og spilaðu Jatsí hér á snilld.is reglulega.  Jatsí eða Yahtzee eins og það heitir á ensku er teningaspil fundið upp af Milton Bradley og er núna í eigu Hasbro leikjaframleiðandans. Spilið var fyrst markaðsett undir heitinu Yatzie í kringum 1930. Einn eða fleiri geta spilað og er spilað ætlað 8 ára og eldri. Meðalspilatími er í kringum 30 mínútur ef fjórir spila saman. Jatsí er alltaf jafn vinsælt út um allan heim og samkvæmt Hasbro framleiðandanum þá eru seld um 50 milljón Yahtzee spil á hverju ári.
 
 Eftirfarandi samsetningar á teningunum eru mögulegar:
Þrenna: Þrír eða fleiri teningar sýna sömu töluna. Stigin eru reiknuð sem summa þessara teninga.
Ferna: Fjórir eða fleiri teningar sýna sömu töluna. Stigin eru reiknuð sem summa þessara teininga.
Fullt Hús: Ein þrenna og eitt par mynda fullt hús. 25 stig eru gefin fyrir fullt hús.
Lítil röð: Fjórir teningar mynda röð, t.d. einn, tveir, þrír, fjórir. 30 stig eru gefin fyrir litla röð.
Stór röð: Fimm teningar mynda röð. 40 stig eru gefin fyrir stóra röð.
Jatsí eða Yahtzee er þegar allir teningarnir eru eins. 50 stig eru gefin og er þá hæsta stigagjöfin sem hægt er að fá.
Taka Sénsinn: Það er þegar allir teningarnir eru lagðir saman og oftast notað þegar að leikmaður lendir í vandræðum og getur lítið gert úr þeim möguleikum sem teningarnir bjóða upp á eftir fyrsta kast.

Hvað finnst þér um leikinn?

Svipaðir leikir